Rafrásir - Hönnun og framleiðsla

Árni nýtti tækifærið til að fara yfir og kynna þá vinnu, lærdóm og þróun sem átti sér stað á árinu.

Yfirferðin var töluverð og

Hönnun rafrása

KiCad

KiCad er opið og ókeypis forrit sem ætlað er til hönnunar á rafrásum.

Með FLA-Xiao og FABXiao til stuðnings, var farið yfir ferlið við að hanna og flytja út þau gögn sem þarf til að búa til rafrásir.

Fab Library

Kris heldur úti prýðis skráasafni fyrir KiCad.

FlatCAM Tool Database

Leitun að besta framleiðsluferlinu í smiðjunum stendur enn yfir, en á Akureyri er KiCad & FlatCAM töluvert notuð. Eitt helsta flækjustigið við það eru stillingar á þeim bitum og borum sem notaðir eru við framleiðsluna.

Vinna við að útfæra gagnagrunn yfir helstu bita og bora er hafin og má finna gagnagrunninn hér: Flatcam Tool Database

Viðgerðir

Rafrásafræsinn á Neskaupstað hafði verið til vandræða undanfarið. Gerðar voru ýmsar tilraunir, meðal annars að nota WebUSB með Modsproject.

Niðurstaðan var sú að hægt var að fræsa plötur með V-Panel ásamt G-kóða úr KiCad & FlatCAM. 😄

Fræsing

Nokkur bretti fyrir XIAO voru fræst og lóðuð sem auðveldaði fólki að komast í samband við FMCU!