Fab Academy 2023

Hvað er Fab Academy?

Fab Academy er hröð, praktísk námsupplifun þar sem nemendur læra að gera frumgerðir á hraðvirkan máta með því að skipuleggja og framkvæma ný verkefni í hverri viku. Að lokum eiga nemendurnir persónulegt safn af tæknilegum afrekum.

Námið er skipulagt og því stýrt af Neil Gershenfeld, prófessor við MIT.

Nemendur

Í ár eru þrír íslenskir nemendur í Fab Academy, en það eru þau:

Nafn Leiðbeinandi
Andri Sæmundsson Árni Björnsson
Hafey Hallgrímsdóttir Þórarinn B.B. Gunnarsson
Svavar Konráðsson Þórarinn B.B. Gunnarsson

Kynningar og nýjungar

Á vinnustofunni fóru þau Árni, Hafey og Svavar yfir námið í heild sinni, hvernig upplifunin af því er, hvernig þeim sjálfum hefur gengið fram að þessu og hvaða nýjunar hafa verið kynntar á árinu.

Meðal nýjuna má nefna:

  • Modular things
    • Verkefni sem nemendur við MIT vinna að. Tilgangur þess er að gera notkun og stýringu á margskonar búnaði, t.d. mótorum, skynjurum, rofum og fleiru, auðveldari og hraðari en það er afar gagnlegt við þróun frumgerða.
  • Beehive
    • Verkefni sem Quentin Bolsee hefur unnið að undanfarið en með því er hægt að búa til línulega ása og aðra hluti til vélaframleiðslu á ódýran máta.

Aðstoð/vinnstofur

Námið er afskaplega tímafrekt og krefjandi og nýttu nemendur sér nálægðina við samstafsfólk sitt vel og fékk aðstoð við verkefnin sem þau unnu að.